Hvernig nota ég mælaborðið?

Mælaborð ferðaþjónustunnar notar hugbúnaðinn PowerBI við skýrslugerð. Stærsti kosturinn við skýrslurnar er að notandinn getur átt við gögnin og breytt hvaða gögn eru skoðuð með ýmsum leiðum.


Í þessu yfirliti má finna nokkur góð ráð um hvernig þú getur átt við og breytt skýrslum, skoðað gögn í öðru samhengi og nýtt þér kosti PowerBI.

  • Breyta gildum og framsetningu með síum

    Hægt er að breyta og skoða gögn í mismunandi ljósi með því að breyta síum og smella á hnappa á skýrslunum. Allar síur í nýju mælaborði eru alltaf efst á síðunni til hægri. 



























  • Sía marga möguleika í einu

    Hægt er að velja marga möguleika þar sem valmöguleikarnir í síunum eru kassalaga. Haldið inni CTRL takkanum á lyklaborðinu og veljið fleiri en einn kassa.



























  • Fletta á milli síðna

    Stundum eru fleiri en ein síða. Þá er hægt að nota hnappana efst til vinstri til að komast á milli.


























  • Sækja nánari upplýsingar um gögn skýrslunnar

    Hægt er að fá nánari upplýsingar um gögnin sem liggja á bakvið skýrsluna í upplýsingahnapp efst til hægri. Ef þysjað er yfir hnappinn, birtast upplýsingarnar. Stundum er hægt að fá nánari útskýringu á gögnum í spurningamerkjum til hægri við töflur og gröf.



























  • Hreinsa úr síum

    Hægt er að afvelja öll gildi úr síum með því að smella á strokleður til hægri við síurnar.


























Finnst þér eitthvað óljóst?

Endilega smelltu á okkur línu ef við getum eitthvað liðsinnt, eða ef þú hefur ábendingar varðandi vefinn. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Hafa samband
Share by: